SÁM 90/2246 EF

,

Endurminning um mikla rjúpnaveiði. Frændi heimildarmanns sem hét Guðmundur var hjá þeim. Sá var um 10 árum eldri en heimildarmaður og var mikil rjúpnaskytta. Þetta mun hafa gerst í janúar. Guðmundur hirti á beitarhúsum og kom svo heim um hálf ellefu. Hann sagði um leið og hann kom inn að Halldór væri farinn að skjóta í Holtinu. Það var utanvert við Reykjarhólinn í svokölluðu Litla Holti. Guðmundur át í snatri og sagði heimildarmanni að hann ætti að koma með honum að skjóta rjúpur. Hann átti framhlæðu og það þurfti að mæla bæði púður og högl, svo þurfti að setja svokallaða perlu í byssuna á eftir til þess að kveikja. Hann skaut í 4-5 tíma án þess að hreyfa sig mjög mikið. Vanalega náði hann 1-2 í skoti. Aldrei meira en þrjár í skoti, nema tvisvar þennan dag. Hann hreyfði sig lítið úr þessu Holti, gekk einu sinni fram í Reykjarhólinn og skaut þar nokkur skot og nefndur Halldór skaut líka þarna í Holtinu fyrri part dags en gekk svo upp hjá Grófargili og þar upp. Guðmundur hélt áfram fram undir háttatíma um kvöldið. Um níu var hann búinn að skjóta 108 rjúpur. Hefði hann haft patrónubyssu hefði hann verið búinn að skjóta 300-400 rjúpur þennan dag. Heimildarmaður tíndi þetta allt saman og batt rjúpurnar saman á löppunum, 20 í kippuna og lagði kippurnar hér og þar upp um steina og hæðir. Karl, bróðir heimildarmanns kom og hjálpaði þeim seinni partinn. Þá var heimildarmaður nánast uppgefinn. Þær voru svo seldar á 15 aura stykkið í kaupstað


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2246 EF
E 67/4
Ekki skráð
Æviminningar
Fuglaveiðar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jóhann Pétur Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
05.01.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Einhver truflun í upptökutækinu

Uppfært 27.02.2017