SÁM 90/2330 EF

,

Á Fremridal sem gengur fram af bænum Dynjanda eru sléttar grundir og þar er blettur sem kallaður er Orustuvöllur. Afi heimildarmanns sagði honum að þar hefðu bændur á Borg og Rauðstöðum barist við bóndann á Dynjanda til að útkljá deilumál vegna landbeitar líklega á 15. öld. Að auki var talið að móðir bóndans á Rauðstöðum hefði fyrr meir verið hjákona bóndans á Dynjanda og hann átt með henni son sem bjó á Rauðstöðum. Í orustunni féll foringi Borgar- og Rauðstaðamanna ásamt tveimur mönnum sínum og einn maður frá Dynjanda. Þessir menn voru heygðir þarna á staðnum þar sem er grjóthrúga mikil og greinilega dys því grjótið hefur ekki getað komist þangað nema af manna völdum. Heimildarmaður segir frá heimildum sínum um sögnina


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2330 EF
E 70/67
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni og leiði
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
30.09.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017