SÁM 86/849 EF

,

Þegar Benedikt Sveinsson var alþingismaður kom það fyrir að stúlka úr sýslunni hans hafði fyrirfarið barni sem hún gekk með eða borið það út. Hann fékk Einar Benediktsson til að fara norður og athuga þetta mál fyrir sig. Mennirnir komust þangað sem stúlkan bjó og vildu fá stúlkuna með sér til Reykjavíkur. Hún bað um að fá að hafa fataskipti í næsta herbergi og eftir smá stund heyrðu þeir einkennileg hljóð. Þeir fóru inn í herbergið til hennar og sáu að hún hafði tekið inn eitur og var að deyja. Þegar hún var dáinn sagði Einar við fylgdarmann sinn að þeir skyldu halda heim. Þegar þeir halda heim eru þeir ferjaðir yfir á og borga ferjutollinn þegar þeir eru komnir yfir. Ferjumaðurinn spurði hver borgar fyrir stúlkuna. Einar var hissa. Einar settist síðan að á Hofi á Rangárvöllum og varð var við að í húsinu var ekki allt eins og skyldi. Honum var gefin ráð yfir hvernig hann skyldi losna við drauginn og gerði hann það. Draugurinn varð eftir að Hofi. Ýmsir urðu varir við reimleika í húsinu og var leitað til Einars Kvarans um ráð gegn draugnum. Hann sagði að ekki yrði hægt að koma henni fyrir nema hún fyndi barnið sitt. Einhverju seinna hvarf draugurinn og ekkert spurðist til hans meira. Heimildir að sögunni.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/849 EF
E 66/82
Ekki skráð
Sagnir
Sagðar sögur, reimleikar, afturgöngur og svipir, skáld, sjálfsvíg, draugar, ráð gegn draugum, yfirvöld og sakamál
MI E430 og mlb 4021*
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón Sverrisson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.12.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017