SÁM 86/804 EF

,

Eitt sinn gistu hreppsnefndarmenn að Skjöldólfsstöðum. Fengu þeir allir rúm til að hvíla sig í. Sváfu þeir allir upp á lofti nema heimildarmaður en hann svaf niðri í svonefndum sal. Eiríkur Sigfússon hét bóndinn á bænum og fylgdi hann honum til hvílu. Benedikt gekk illa að festa svefn. Vaknaði hann síðan eldsnemma við að húsfreyjan gekk um ganginn en sofnaði strax aftur. Dreymir hann þá að komið sé gamlárskvöld og að verið sé að hlusta á útvarpið. Heyrir hann það sem sungið var í útvarpinu en vaknaði þá. Heimildarmaður skráði niður það sem að sungið hafði verið í draumnum en það var þekktur sálmur en hann var þó breyttur frá því sem að allir þekktu. Mánuði seinna dó Eiríkur og telur heimildarmaður að draumurinn hafi verið fyrir dauða hans.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/804 EF
E 66/54
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar og feigð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Benedikt Gíslason frá Hofteigi
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.10.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017