SÁM 86/881 EF

,

Minnst á að Þrætupartur í Veiðileysufirði dregur nafn sitt af því að fleiri en einn vildu eiga hann. Reimleikar í húsi, sem heimildarmaður bjó í, við Hitaveitutorg í Smálöndum. Heimildarmaður segir að þetta hafi verið tveggja hæða hús og á einni hæðinni voru þrjú herbergi. Fannst konu heimildarmanns sem hún sæi eitthvað í húsinu sem ekki ætti að vera þar en heimildarmaður taldi þetta rugl. En svo kom að því að það fór að sjást að rúmin væru færð til og sængur og koddar dyttu á gólfið. Virtist sem að einn maður lægi í hverju rúmi. Ekki veit heimildarmaður hvort að framhald var á þessum reimleikum en þetta gekk svona þann tíma sem að hann bjó í húsinu sem var um árabil.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/881 EF
E 67/14
Ekki skráð
Reynslusagnir
Örnefni og reimleikar
TMI B201
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Hans Bjarnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
14.01.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.06.2020