Bækur og handrit (209)

Handrit eða prentaðar bækur þar sem nótur að lögum er að finna.


Bragarhættir (27)

Bragarháttur vísna, rímna og kvæða sem ort eru undir rímnaháttum eða fornum háttum.


Efnisorð (547)

Orð sem skráð eru við hljóðrit og tekin af stöðluðum efnisorðalista sem vísa á umfjöllunarefnið hverju sinni, t.d. „rímur“ þegar talað er um rímur, „huldufólk“ við huldufólkssögur eða „sjósókn“ við lýsingar og sögur af slíku.


Einstaklingar (10443)

Nöfn fólks sem skráð í gagnagrunninum. Getur verið heimildarmaður eða flytjandi (sá sem talað er við, sem segir frá, kveður, syngur eða flytur efni á annan hátt); spyrill eða hljóðritari (sem hefur tekið upp). Á listanum eru einnig höfundar kvæða, vísna, rímna og sálma og fólk sem tengist kirkjum, svo sem prestar, organistar og forsöngvarar.


Erindi (7694)

Fyrsta lína bundins máls sem farið er með í hljóðritum eða er skrifað eða prentað við nótur í handritum og bókum.


Flutningsmátar (11)

Flutningsmáti segir til um hvernig bundið mál og tónlist er flutt í hljóðritum, t.d. sungið, lesið, kveðið eða leikið á hljóðfæri.


Form (40)

Efni sem farið er með í hljóðritum: Bundið mál er greint í kvæði, rímur, þulur, sálma o.s.frv. en laust mál í ævintýri, sagnir, reynslusagnir, æviminningar, lýsingar o.fl.


Handritsgerðir (3)

Handritsgerð greinir bækur í prentaðar bækur, pappírshandrit eða skinnhandrit.


Hljóðrit (49546)

Hljóðrituðu efni er raðað eftir safnmarki, safnmark Árnastofnunar byrjar á SÁM en safnmark Héraðsskjalasafns Vestur-Húnvetninga á HérVHún.


Hópar (421)


Kvæði (857)

Titill kvæða og rímna í hljóðritum og bókum.


Lög (1158)

Fyrirsögn lags í handritum og bókum. (Þessi hluti gagnagrunnsins er enn í þróun).


Orgel (568)

Listi yfir orgel raðað eftir kirkjum.


Söfn (61)

Nánari skilgreining á söfnum hinna ýmsu vistunarstaða, svo sem hvort um handrita- eða hljóðritasafn er að ræða og við hvað eða hvern söfnin eru kennd, t.d. handrit Þjóðminjasafns sem nú eru varðveitt á Árnastofnun en hafa þrátt fyrir það safnmark Þjóðminjasafns, eða hljóðrit Jóns Pálssonar sem bera safnmark Árnastofnunar þó að Þjóðminjasafnið varðveiti frumupptökurnar.


Sagnagerðir og minni (329)

Alþjóðleg númer fyrir gerðir ævintýra (AT) og sagna (ML og MLB), og alþjóðleg og staðbundin númer minna (MI, TMI (finnsk), MLSIT (írsk) og Scotland (skosk)).


Stöður og störf (489)

Starf eða staða einstaklinga sem skráðir eru í gagnagrunninn, t.d. getur einstaklingur haft stöðuna „barn“ ef hann hefur verið hljóðritaður sem barn, en jafnframt verið skráður sem „bankaritari“ vegna þess starfs sem hún eða hann gegndi á fullorðinsárum.


Staðir (5430)

Skráðir eru allir staðir sem koma fyrir sem upptökustaðir og sem fæðingarstaðir og heimili einstaklinga í gagnagrunninum. Á listanum eru bæjanöfn, heimilisföng og hús, en einnig heiti heilla sveita og byggðarlaga, sýslna, borga og landa. Hér eru einnig skráðar kirkjur, prestaköll og prófastsdæmi.


Tegundir staða (36)

Listi yfir skilgreiningar á stöðum, bæjarnafn er t.d. skilgreint sem heimilisfang og þéttbýlisstaður sem sveitarfélag.


Varðveislustaðir (8)

Listi yfir söfn sem varðveita frumgögn þess sem skráð er í gagnagrunninn.


Viðtöl (200)